LOKSINS LANDSMÓT!
Landsmót hestamanna 2022 verður haldið á Rangárbökkum við Hellu í 3.-10. júlí 2022 þar sem Rangárbakkar munu duna af hófaslætti. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður og fjölskylduhátíð sem fram fer á Íslandi, en þar munu bestu knapar og hestar landsins etja kappi auk þess sem boðið verður upp á fjölbreyttra skemmtidagskrá fyrir allan aldur.
Formlegri dagskrá Landsmóts hestamanna lýkur á laugardagskvöldinu 9. júlí en á sunnudeginum 10. júlí munu hrossaræktarbú á svæðinu bjóða heim.
Landsmót hestamanna á Hellu 2022 verður það 24. í röðinni frá því það var fyrst haldið á Þingvöllum 1950.
Þetta er viðburður sem enginn áhugamaður íslenska hestsins má láta framhjá sér fara og upplifa tilfinninguna að hafa frelsi í faxins hvin!
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á www.landsmot.is
Þar sem fjöldinn er þar er fjörið - sjáumst á Hellu á Landsmóti hestamanna!
Hér fyrir neðan má sjá mynd af hjólahýsasvæðinu. Miði á tjaldsvæðið gildir fyrir alla vikuna.