Tix.is

  • 6th to 12th of July
Miðaverð:9.900 - 29.900 kr.
Um viðburðinn

Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 6. - 12. júlí 2020. Landsmót hestamanna er einn stærsti íþróttaviðburður og fjölskylduhátíð sem fram fer á Íslandi, en þar munu bestu knapar og hestar landsins etja kappi auk þess sem boðið verður upp á fjölbreyttra skemmtidagskrá fyrir allan aldur. Á mótinu verða sýnd glæsileg kynbótahross og gæðingar, auk þess sem kynntar verða vörur og þjónusta í markaðs- og sölutorgum.
Þetta verður 24. Landsmót hestamanna en það fyrsta var haldið á Þingvöllum árið 1950.
Nú er kominn í sölu VIP passi fyrir Landsmót hestamanna 2020 sem tryggir sem allra besta upplifun fyrir gesti Landsmóts en er um leið ómetanlegur stuðningur við verkefnið. Sumarið 2019 koma í sölu almennir miðar og verða þeir kynntir nánar síðar.