Tix.is

Um viðburðinn

Hin ástsæla ópera La Traviata eftir Giuseppi Verdi verður frumsýnd í Eldborg þann 9. mars 2019.
Óperan sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást er í þremur þáttum og var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853. Leiktextinn sem er eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas. 
Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið.


Hljómsveitarstjóri verður tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, Bjarni Frímann Bjarnason og leikstjóri er hinn kanadíski Oriol Tomas, sem hefur leikstýrt óperum víða um heim. Leikmyndahönnuður er Simon Guilbault, Sébastien Dionne hannar búninga. Videóhönnuður er Félix Fradet-Faquy.

HLUTVERK


Violetta Valéry
 
Herdís Anna Jónasdóttir

Alfredo Germont (sýning 1,2 og 3)
Elmar Gilbertsson

Alfredo Germont (sýning 4, 5 og 6)
Jonathan Boyd

Giorgio Germont, faðir Alfredos 
Hrólfur Sæmundsson

Flora Bervoix, vinkona Violettu 
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Annina 
Hrafnhildur Árnadóttir

Gastone 
Snorri Wium

Barón Douphol 
Oddur Arnþór Jónsson