Tix.is

Um viðburðinn

HARPA INTERNATIONAL MUSIC ACADEMY

Hátíðartónleikar: ,,Fullveldi í hundrað ár”
Dagsetning: 14. júlí kl 17 - Salur: Eldborg - Verð: 2.500 kr
Afsláttarverð: 1.500 kr fyrir eldri borgara og nemendur, ókeypis fyrir 12 ára og yngri

Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu 2018 lýkur með tónleikum þar sem hljómsveit Akademíunnar leikur fjögur þekkt tónverk en þar ber hæst Hetjusinfóníu Beethovens. Í hljómsveitinni leika nemendur úr eldri deild Akademíunnar undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar.

Markmið Akademíunnar eru að hlúa að tónlistarmenntun ungu kynslóðarinnar, varpa ljósi á óvenjulega hæfileika og stuðla að uppbyggingu til framtíðar. Metnaður er lagður í að veita ungum og framúrskarandi einleikurum, verðlaunahöfum alþjóðlegra keppna, tækifæri til koma fram í Hörpu og leika með hljómsveit. Í ár eru það Ziyu He og Ásta Dóra Finnsdóttir sem leika með hljómsveit Akademíunnar í verkum eftir Saint-Saëns og Mendelssohn.

Til að fagna 100 ára fullveldis íslenska ríksins verður flutt tónverkið Eldur eftir Jórunni Viðar (1918-2017) en hún hefði einnig orðið 100 ára á þessu ári. Verkið samdi Jórunn fyrir ballettsýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1950.

EFNISSKRÁ

Jórunn Viðar: Eldur
Mendelssohn: Fyrsti þáttur úr píanókonsert nr. 1
Saint-Saëns: Havanaise fyrir fiðlu og hljómsveit
Beethoven: Sinfónía nr. 3, Eroica

HLJÓMSVEITARSTJÓRI

Bjarni Frímann Bjarnason

EINLEIKARAR

Ásta Dóra Finnsdóttir píanó
Ziyu He fiðla

Hinn 18 ára Ziyu He hefur fangað athygli tónlistarunnenda undanfarin ár með gullverðlaunum í alþjóðlegu Menuhin fiðlukeppninni, Eurovision Young Musicians keppninni og Leopold Mozart keppninni.

Hin 11 ára Ásta Dóra Finnsdóttir stundar framhaldsnám á píanó í Allegro Suzukitónlistarskólanum. Hún vann til verðlauna í alþjóðlegri píanókeppni kennd við Chopin í Póllandi þegar hún var 10 ára.

Bjarni Frímann Bjarnason er nýráðinn tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.