Tix.is

Um viðburðinn


Sönghátíð í Hafnarborg fagnar aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 með tónleikunum 1918-2018, þar sem fluttir verða nokkrir hápunktar íslenskrar söngsögu liðinnar aldar. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Vox Domini verðlaunahafinn Ásta Marý Stefánsdóttir sópran, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Í lok tónleikanna bjóða tónlistarmennirnir hlustendum að syngja með þeim lögin Hver á sér fegra föðurland og Lofsöngur (Ó, guð vors lands).

Efnisskrá:

Jón Laxdal (1865-1928) Sólskríkjan (Þorsteinn Erlingsson)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927) Sprettur (Hannes Hafstein)

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970) Síðasti dansinn (Kristmann Guðmundsson)

Emil Thoroddsen (1898-1944) Úr sjónleiknum „Pilti og stúlku“:
  -Vöggukvæði (Jón Thoroddsen)
  -Búðarvísa (Jón Thoroddsen)

Sigfús Einarsson (1877-1939) Draumalandið (Guðmundur Magnússon)

Páll Ísólfsson (1893-1974) Kossavísur (Jónas Hallgrímsson)
  Í dag skein sól (Davíð Stefánsson)

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) Ave María (Indriði Einarsson)
  Sofðu, sofðu góði (Guðmundur Guðmundsson)

Jón Nordal (f. 1926) Hvert örstutt spor (Halldór Laxness)

Jón Ásgeirsson (f. 1928) Hjá lygnri móðu (Halldór Laxness)

Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) Sólsetursljóð (Guðmundur Guðmundsson)
   
Hlé

Hildigunnur Rúnarsdóttir (f. 1964)   Haraldur kjúklingur (Davíð Þór Jónsson)
Sigfús Einarsson (1877-1939) Gígjan (Benedikt Gröndal)
Tryggvi M. Baldvinsson (f. 1965) Vont og gott (Þórarinn Eldjárn)

Jórunn Viðar (1918-2017) Únglíngurinn í skóginum (Halldór Laxness)

Atli Heimir Sveinsson (f. 1938) Desember (Jón úr Vör)

Haukur Tómasson (f. 1960) Hún er vorið (Matthías Johannessen)

Gunnar Þórðarson (f. 1945) Herra, þekkið þér ei ást? (Friðrik Erlingsson)  
  Úr óperunni Ragnheiði

Daníel Bjarnason (f. 1979) Mary Had a Little Lamb úr óperunni Brothers

  Fjöldasöngur:

Emil Thoroddsen (1898-1944) Hver á sér fegra föðurland (Hulda)

Sveinbjörn Sveinbj.(1847-1927) Lofsöngur (Matthías Jochumsson)

Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg er tónlistarhátíð sem hefur það að markmiði að koma list raddarinnar á framfæri. Hátíðin 7. – 15. júlí 2018 býður upp á sjö tónleika og fjögur námskeið. Á tónleikunum koma fram m.a. Kristinn Sigmundsson, Þóra Einarsdóttir, Symphonia Angelica, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Björk Níelsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Funi, Duo Atlantica og sönghóparnir Cantoque og Olga Vocal Ensemble. Hátíðin býður upp á master class fyrir unga söngvara og söngnemendur með Kristni Sigmundssyni, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngsmiðju fyrir 6-12 ára börn með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga og íslenska þjóðlaganámskeiðið Syngjum og kveðum saman með Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Hátíðin heldur einnig úti YouTubestöð með viðtölum við söngvara um söngtækni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir en meðstjórnandi er Francisco Javier Jáuregui. www.songhatid.is