Tix.is

Um viðburðinn

Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og tólf ungir söngvarar og langt komnir söngnemendur, sem taka þátt í master class námskeiði Kristins á Sönghátíð í Hafnarborg, koma fram á opinberum tónleikum. Flutt verða sönglög og aríur. Endanleg efnisskrá kemur í ljós á tónleikunum. Píanóleikari er Matthildur Anna Gísladóttir.

Söngvarar:
Guðrún Brjánsdóttir
Halldóra Ósk Helgadóttir
Heiðrún Vala Einarsdóttir
Kristín Einarsdóttir Mäntylä
Linda Pálína Sigurðardóttir
Rosemary Atieno Odhiambo
Sigrún Hermannsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Tryggvi Pétur Ármansson
Þórhildur Kristinsdóttir


Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg er tónlistarhátíð sem hefur það að markmiði að koma list raddarinnar á framfæri. Hátíðin 7. – 15. júlí 2018 býður upp á sjö tónleika og fjögur námskeið. Á tónleikunum koma fram m.a. Kristinn Sigmundsson, Þóra Einarsdóttir, Symphonia Angelica, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Björk Níelsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Funi, Duo Atlantica og sönghóparnir Cantoque og Olga Vocal Ensemble. Hátíðin býður upp á master class fyrir unga söngvara og söngnemendur með Kristni Sigmundssyni, söngnámskeið fyrir áhugafólk með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, söngsmiðju fyrir 6-12 ára börn með Ingibjörgu Fríðu og Sigurði Inga og íslenska þjóðlaganámskeiðið Syngjum og kveðum saman með Báru Grímsdóttur og Chris Foster. Hátíðin heldur einnig úti YouTubestöð með viðtölum við söngvara um söngtækni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir en meðstjórnandi er Francisco Javier Jáuregui. www.songhatid.is