Tix.is

Um viðburðinn

Stirni ensemble er skipað þeim Björk Níelsdóttur sópransöngkonu, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara, Grími Helgasyni klarinettuleikara og Svani Vilbergssyni gítarleikara, en öll hafa þau komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Hópurinn kappkostar að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrár með tónlist víða að úr heiminum auk þess að frumflyja reglulega ný tónverk. Síðan hópurinn tók til starfa árið 2016 hefur Stirni t.a.m frumflutt sjö ný tónverk eftir tónskáld frá Íslandi, Mexíkó og Slóveniu og fleiri verk eru í smíðum fyrir hópinn.

Á fyrri tónleikum Stirnis Ensemble á Sígildum sunnudögum takast meðlimir hópsins á við fjórar af hinum frábærlega hugmyndaríku og oft á tíðum leikrænu Sekvensum ítalska tónskáldsins Luciano Berio ásamt því að frumflytja nýjan kvartett eftir Egil Gunnarsson tónskáld, sem sækir efnivið verksins m.a til íslenskra 20. aldar ljóðskálda.

Bonne année! Stirni ensemble fagnar upphafi ársins 2019 með frönskum söngvum og hljóðfæraslætti. Auk þess verður frumflutt nýtt verk eftir flautuleikarann og tónskáldið Martial Nardeau, sem sækir innblástur m.a í forn-kínverska hugmyndafræði.