Tix.is

  • 20. okt. - Kl. 19:30
  • 20. okt. - Kl. 22:30
Miðaverð:8.990 - 14.990 kr.
Um viðburðinn

Miðasala hefst þann 20. júní kl 12

Viðhafnar- og kveðjutónleikar í Hörpu 20. október

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns fagnar í ár 30 ára afmæli. Af því tilefni verður blásið til viðhafnartónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 20. október. Verða þetta jafnframt kveðjutónleikar sveitarinnar, því að þeim loknum setja Sálverjar punkt fyrir aftan viðburðaríkan feril. Á þessum tónleikum verður boðið upp á það besta úr öllum Sálaráttum, t.a.m. sérvalin númer af „rafmagnslausu“ tónleikunum „12. ágúst ’99“ og úrval laga í gospel-útsetningum, svo nokkuð sé nefnt.

Til fulltingis Sálverjum verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið, áður en hann braust til metorða í vesturheimi og skipaði sér á bekk með fremstu sjónvarps- og kvikmyndatónskáldum nútímans.

Þá má gera ráð fyrir því að óvæntir gestir setji mark sitt á kvöldið.

Ekkert verður til sparað hljóð- sem myndrænt til að gera þessa sögulegu kvöldstund eftirminnilega fyrir dygga Sálar-áhangendur.