Tix.is

Um viðburðinn

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, ætla annað sumarið í röð að leggja land undir fót og koma fram á nokkrum vel völdum tónleikum víðsvegar um land undir nafninu GÓSS. Með í för verður Guðmundur Óskar, bróðir Sigurðar og meðleikari Sigríðar úr Hjaltalín.
Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins. Bæði hafa þau gert garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en jafnframt státa þau af glæstum sólóferlum.

Boðið verður upp á létt og skemmtilegt prógramm sem mun innihalda lög sem Sigríður og Sigurður hafa sungið saman og í sitthvoru lagi í gegnum tíðina, bæði tökulög og frumsamin.