Tix.is

Um viðburðinn

Bjarni Ara hefur sungið mikið af tónlist Elvis Presley á sínum 30 ára ferli. Fyrir nokkrum árum gerði Bjarni plötu með gospel lögunum sem Elvis söng á sínum tíma. Platan fékk frábærar móttökur og húsfyllir var á útgáfutónleikum í Guðríðarkirkju þá.

Nú er kominn tími til halda tónleika að nýju með þessari mögnuðu tónlist.

In the ghetto, Bridge over troubled water, How great thou art, If I can dream, Swing down sweet chariot, Amazing grace, You’ll never walk alone og fleiri frábær lög.

Á tónleikunum leika Þórir Úlfarsson á píanó, Pétur Valgarð á gítar, Jóhann Hjörleifsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa og Ástvaldur Traustason á orgel. Þrír frábærir söngvarar radda lögin með Bjarna og þeir eru Skarphéðinn Þór Hjartarson tenór, Benedikt Ingólfsson bassi og Jón Leifsson baritón.

Einstök kvöldstund í Guðríðarkirkju þegar Bjarni Ara syngur Elvis Gospel.