Tix.is

Um viðburðinn

Laddi er fyndinn og skemmtilegur. Það er vitað. En hæfileikar hans á sviði laga- og textasmíða hafa kannski verið minna í umræðunni í gegnum tíðina og verður nú bætt úr því þegar ljúflingurinn lauflétti skautar í gegnum lög eins og Búkollu, Austurstræti og Ég pant spila á gítar auk fleiri smella sem þjóðin heldur svo mikið upp á. En óttist eigi: Grínið verður á sínum stað!


Ef keyptir eru miðar á þrenna eða fleiri tónleika í Af fingrum fram tónleikaröðinni er miðaverðið kr. 4.150 á tónleika í stað kr. 4.900