Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin ´85 hefur í vetur og vor leikið svokölluð „Bowie Session“ á Rósenberg, Hard Rock og Sólon og vakið mikla
athygli og lof fyrir frábæran flutning og túlkun á tónlist meistara Davids Bowie.
Hljómsveitina skipa þeir Róbert Marshall, Þór Freysson, Hersir Sigurgeirsson, Gunz A la Tomms og Kristinn Gallagher.
Bandið hefur síðustu ár spilað „eightís“ tónlist við góðan orðstír en flytur nú á þriðja tug laga sem spanna stórkostlegan feril þessa magnaða tónlistarmanns. Bowie aðdáendur og rokk-unnendur ættu alls ekki að láta þetta fram hjá sér fara.

Forsalan er á grænihatturinn.is og tix.is