Tix.is

Um viðburðinn

Endurómur: sönglög frá Nýja Íslandi

Með tónleikum sínum í Hörpu má segja að Esprit de Choeur kvennakórinn frá Winnipeg í Kanada beri með sér enduróminn frá Nýja íslandi heim til fósturjarðarinnar. Á tónleikunum frumflytur kórinn nýtt verk eftir tónskáld frá Manitoba, David R. Scott, við ljóð eftir Magnús Sigurðsson, en tónskáldið verður viðstatt tónleikana og segir frá tónsmíðinni. Á efnisskrá tónleikanna er einnig að finna ný kórverk eftir ung kanadísk tónskáld, kanadísk og íslensk þjóðlög, auk vinsælla laga eftir Ian Tyson, Dolly Parton og Leonard Cohen.