Tix.is

Um viðburðinn

Tvær ólíkar og óviðjafnanlegar sýningar.

Fyrra kvöldið, 7. október, er átta manna Celebrating David Bowie bandið með Todd Rundgren, Adrian Belew, Angelo Moore, Paul Dempsey og sérstökum gestum. Þarna verður Rock'n'Soul tónlist Bowies í aðalhlutverki, lög á borð við Rebel Rebel, Fame, Modern Love, Golden Years, Ashes To Ashes, Ziggy Stardust, Suffragette City, Hallo Spaceboy, Heroes og fleira.

Seinna kvöldið, 8. október, er átta manna Celebrating David Bowie bandið enn í forgrunni, með Todd Rundgren, Adrian Belew, Angelo Moore og Paul Dempsey, en hér bætist við þrjátíu manna SinfoniaNord hljómsveitin og kór. Þarna verða helstu stórvirki Bowies á dagskrá, t.d. Sound & Vision, Space Oddity, Life On Mars, Slip Away, Changes, Little Wonder, Loving The Alien, Starman, The Man Who Sold The World og margt fleira.

Celebrating David Bowie hátíðarpassar nú fáanlegir, sem veita 10% afslátt af almennu miðaverði á tvær stórkostlegar Bowie sýningar í Hörpu. Hringdu í miðasölu Hörpu í síma 528 5050, eða sendu tölvupóst í netfnagið midasala@harpa.is, til að kaupa tveggja daga passa og velja þér sæti.

Hér er á ferðinni margrómuð tónleikasýning, sem sett hefur verið upp víða um heim við góðan orðstýr. Tónleikasýning, sem upphaflega var efnt til fyrir um tveimur árum, til að heiðra minningu Davids Bowie sem þá var nýlátinn. CdB hefur verið flutt í tíu löndum í fjórum heimsálfum með síbreytilegum hópi þekktra söngvara í forgrunni og hljóðfæraleikara úr fremstu röð, sem hafa spilað með stórstörnum á borð við Beck, Chick Corea, Tom Waits, Herbie Hancock, Air, Jeff Beck, Brian Eno, Michael Jackson, Elvis Costello, Miles Davis, Nine Iinch Nails, Bob Dylan, Stevie Wonder, Lana Del Rey, Dr. Dre, Burt Bacharach, David Byrne, Red Hot Chili Peppers og The Who.

Meðal þeirra sem hafa komið fram sem sérstakir gestir á CdB eru Sting, Gary Oldman, Seal, Perry Farrell (Jane Addiction), Kate Pierson (B-52), Ewan McGregor, Simon Le Bon (Duran Duran), Gavin Rossdale (Bush), La Roux , Joe Elliott (Def Leppard), Corey Taylor (Slipknot), Ian Astbury (The Cult), Darren Criss, Tony Hadley (Spandau Ballet), Living Colour, London Gospel Choir, The Harlem Gospel Choir, auk fyrrum liðsmanna Bowies frá ýmsum tímabilum ferils hans.

Nú er loksins komið að því að CdB verði sett á svið Eldborgar Hörpu. Með stjörnusveit CdB koma fram hinn goðsagnakenndi Todd Rundgren, Adrian Belew aðalgítarleikari Bowies, Angelo Moore úr Fishbone og ástralski söngvarinn Paul Dempsey. Flutt verða lög frá öllum ferli Bowies, allt frá hans fyrsta smelli, Space Oddity, til síðustu metsöluplötunnar Blackstar.