Tix.is

Um viðburðinn

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett tryllir fólk í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöldum í haust. Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist... með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Erlendir og íslenskir gestir koma héðan og þaðan og verða engar tvær sýningar eins, en allar verða þær löðrandi skemmtilegar. Nánar má lesa um hverja sýningu fyrir sig á heimasíðu kabarettsins


Salur er opnaður hálftíma fyrir sýningu og er frjálst sætaval. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar. Sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.