Tix.is

Um viðburðinn

Leikritið Ég heiti Guðrún hefur farið sigurför um Norðurlönd frá því verkið var frumflutt árið 2014.

Guðrún nýtur velgengni, hún er glæsileg, góður blaðamaður, snilldarkokkur og á marga góða vini. Hún er kona sem hefur fulla stjórn á eigin lífi. Þangað til...

Ég heiti Guðrún er sorglegur gamanleikur um innilega vináttu fjögurra kvenna. Þegar Guðrún er greind með Alzheimer 55 ára gömul ákveða vinkonurnar að styðja hana allt til hinstu stundar. Sjúkdómur Guðrúnar fær þær allar til að velta fyrir sér lífinu sem þær hafa lifað og ákvörðunum sem þær hafa tekið.

Leikstjóri er Pálína Jónsdóttir.

Leikarar eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigrún Waage og Vigdís Gunnarsdóttir.

Í samstarfi við leikhópinn Leiktóna.