Tix.is

Um viðburðinn

Stjórnin fagnar 30 ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Háskólabíói föstudaginn 28. September 2018. Ferillinn verður rakinn og öll vinsælustu lögin leikin eins og: Eitt lag enn, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni, Láttu þér líða vel, Ég gefst ekki upp, Utan úr geimnum, Hamingjumyndir, Þessi augu, Til í allt, Sumarlag, Þegar sólin skín, Nei eða já, Allt í einu, Allt eða ekkert, Ekki segja aldrei, Stór orð, og Ein.

Sérstakir gestir tónleikanna verða þau Svala Björgvins og Daði Freyr sem munu frumflyta nýjar útgáfur af þekktum Stjórnarlögum.

Stjórnina skipa Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Eiður Arnarsson, Einar Bragi Bragason, Friðrik Karlsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Kristján Grétarsson, Sigfús Óttarsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Í tilefni af 30 ára afmælinu mun hljómsveitin, eins og hún var skipuð 1990,  koma saman og rifja upp stemningu eins og hún gerðist best á góðu Stjórnarballi.

Húsið opnar kl. 19:00 en tónleikarnir hefjast kl. 20.00.

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara! Fylgstu með okkur á facebook: https://www.facebook.com/stjornin/