Tix.is

Um viðburðinn

Glæný Sirkussýning!

Landsmenn geta í ár fagnað áratug af íslenskum sirkus, og í tilefni af því slær Sirkus Íslands til sannkallaðrar veislu! Íslenskt sirkusfólk tjaldar sirkustjaldinu Jöklu og býður upp á frábært nýtt efni í bland við gamla smelli sem ekki hafa sést lengi. Sirkustjaldið verður reist við Drottningarbraut á Akureyri. Þessi litríka fjölskyldusýning er uppfull af loftfimleikafólki, trúðum, juggli, akróbötum og alls kyns ótrúlegum uppákomum og svíkur engan – stóran né smáan – um háklassa og töfrandi sirkusupplifun.

Barnamiðar eru fyrir 3-12 ára.
Börn yngri en 3 ára þurfa ekki miða.
Sýningin er rúmur einn og hálfur tími með hléi.