Tix.is

Um viðburðinn

Hvað er mannvera? Úr hverju erum við búin til? Erum við öll af sama efninu? Hver er uppsprettan, kjarnahvarfið og hvar endum við? Hver eru landamæri líkamans, hvert teygir hann sig? Rennur hann saman við aðra líkama í einn stóran líkama? Líkama náttúrunnar, heimsins og geimsins?

Í dans- og myndlistarverkinu Atómstjarna er mannveran rannsökuð út frá þessum spurningum. Hún er krufin, rifin og  skorin í sundur, saumuð saman og skoðuð í stærra samhengi við umhverfi sitt, frá rótum sínum við jörðina til huga og himins. Ljósi er varpað á margbreytileika hennar og þær mörgu víddir, fleti, form og drauma sem hún hefur að geyma. 

Líkaminn og hreyfing eru allsráðandi í dansinnsetningum, gjörningum, skúlptúrum, myndbandsverkum og hljóði í þessu þverfaglega upplifunarverki sem flutt verður í nýuppgerðum Ásmundarsal þar sem einstök saga hússins, andi þess og rými fléttast inn í verkið.

 

Höfundar: Jóní Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Útlit sýningar: Eva Signý Berger og höfundar

Tónlist og hljóðheimur: Áskell Harðarson

Kvikmyndagerð: Freyr Árnason, Baldvin Vernharðsson og Pétur Már Pétursson

Tæknistjórn: Kjartan Darri Kristjánsson, Guðmundur Felixson

Aðstoð við búninga: Alexía Rós Gylfadóttir

Listamenn / flytjendur: Anna Kolfinna Kuran, Díana Kristinsdóttir, Erla Rut Mathiesen, Ingvar E. Sigurðsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Védís Kjartansdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjórn: Erla Rut Matthiesen.

Styrkt af Reykjarvíkurborg, Leiklistarráði og launasjóði listamanna.

Í samstarfi við Ásmundarsal.