Tix.is

Um viðburðinn

Franska leikskáldið Molière er sannkallaður meistari gamanleikjanna og leikrit hans um loddarann Tartuffe er eitt hans allra vinsælasta verk.

Hræsnaranum Tartuffe hefur tekist að ávinna sér traust og aðdáun heimilisföðurins Orgons og vefja honum um fingur sér, fjölskyldu hans til óbærilegrar hrellingar.  Smám saman er Tartuffe farinn að stjórna lífi heimilisfólksins. Þegar Orgon fær þá flugu í höfuðið að gifta dóttur sína Tartuffe eru góð ráð dýr.

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur fyrir sýningar á borð við Eldraunina og Horft frá brúnni. Í helstu hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Hallgrímur Helgason þýðir verkið, sem er á leikandi ljóðmáli.