Tix.is

Um viðburðinn

Rannsóknarstofa um þroska mál og læsi við Menntavísindasvið HÍ heldur ráðstefnu þann 16. ágúst næstkomandi sem ber yfirskriftina:

Byggjum brýr og eflum læsi frá leikskóla til unglingsára: Mál – hlustun – lesskilningur – ritun

Ráðstefnan er haldin til heiðurs dr. Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem á þessu ári lýkur farsælu 42 ára starfi við kennslu og fræðimennsku, fyrst sem prófessor við Kennaraháskóla Íslands og síðar við Menntavísindasvið HÍ. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru samstarfsfólk Hrafnhildar til margra ára, rannsakendur á heimsvísu frá Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð sem allir eru í framvarðarsveit í mál- og læsisrannsóknum, hver á sínu sviði. Tímasetningin var valin þannig að hún falli að undirbúningi skólanna fyrir veturinn og inntakinu er ætlað að verða vítamínsprauta inní læsisumræðuna á Íslandi.Áhugaverður viðburður sem fræðimenn og kennarar á öllum skólastigum ættu ekki láta framhjá sér fara. Sjá nánar hér