Tix.is

Um viðburðinn

MIMRA verður ásamt hljómsveit á tónleikaferðalagi í sumar til að kynna nýútkomna plötu sína Sinking Island. Tónlist MIMRU er í alternative folk stíl, orchestral pop á stórum skala en samt sem áður einlæg, vönduð og lætur engann ósnortinn. Hljómsveitina skipa þrjár öflugar tónlistarkonur. María Magnúsdóttir söngkona, lagahöfundur og hljómborðsleikari, Sylvía Hlynsdóttir spilar á trompet og synta og Jara Holdert spilar á gítar og syngur. Jara sjálf er stórkostlegt söngvaskáld frá Hollandi og mun hita upp fyrir hljómsveitina á tónleikum þeirra.

Platan Sinking Island kom út í fyrra og hefur verið vel tekið, platan er heildstætt verk út í gegn þar sem MIMRA sá um upptökustjórn og hljóðhönnun. María er Bæjarlistamaður Garðabæjar 2018. Platan er fáanleg á geisladisk og vinyl sem og gegnum allar helstu streymiveitur.

,,She carves her own space between electronic vibes and multi-layered classic arrangements for a full band. From the very first song of the album, Our Great Escape, MIMRA grabs attention with her wide range of voice and deep passion in personal lyrics. If you look for being touched by music, you will get it here.” – Rvk on Stage

9.júní - Kirkjuhvoll, Kirkjubæjarklaustur
10.júní - Beljandi Brugghús, Breiðdalsvík 
12.júní - Já Sæll Ehf Fjarðarborg, Borgarfjörður Eystri
13.júní - Bláa Kirkjan, Seydisfjordur
14.júní - Græni Hatturinn, Akureyri
15.júní - Hótel Blanda, Blönduós
16.júní - Café Riis, Hólmavík
17.júní - Edinborgarhúsið, Ísafjörður
19.júní - Brúarás - Geo Center, Borgarfjörður
20.júní - Dularfulla búðin, Akranes
21.júní - Húrra, Reykjavík (ásamt Hljómsveit Unu Stef) 


Fylgið hópnum gegnum #MimraRoadtripTour