Tix.is

Um viðburðinn

Í fyrsta sinn á Íslandi: Burlesque bingó!

Dömur og herra eru burlesquelistafólk sem leggur kapp á að svara kalli áhorfenda um húð, hlátur og hágæða gaman. Undur mannslíkamans í öndvegi og meiri líkur en minni á því að þú sjáir ýmislegt sem þú hefur aldrei séð áður. Þau bjóða nú í fyrsta sinn burlesque bingó þar sem þessum tveimur skemmtunum er fléttað saman. Hópurinn safnar nú fyrir pílagrímsför til Mekku burlesquesins, New York og er sýningin liður í söfnunarátakinu.

Ginger Biscuit umvefur áhorfendur með fjaðurmagnaðri og silkimjúkri dulúð, Maria Callista sveiflar fjöðrum og mjöðmum og kabarettan Bibi Bioux umvefur gesti fögrum tónum. Dragundrið Gógó Starr stekkur beint á svið frá RuPaul's DragCon,  kettlingurinn Gyðja passar að allt gangi snurðulaust fyrir sig og Margrét Maack frumsýnir nýtt atriði. Veislan verður límd saman með bingóspili milli atriða sem Fló Show og Kitty Curv leiða.

Aðgangseyrir er 2900 og fylgir eitt bingóspjald með en hægt verður að kaupa fleiri spjöld á 500 krónur. Dömur og herra hafa einnig gert ráðstafanir með ljós svo allir sjái bingóspjaldið sitt. Heildarverðmæti vinninga er yfir 200.000 krónur - stuttir leikir, stórir vinningar og brjáluð atriði á milli.

Athugið að nekt gæti komið við sögu og sýningin er því aðeins við hæfi fullorðinna gesta. Athugið einnig að við byrjum stundvíslega og að myndatökur eru óheimilar.