Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarparið Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson ásamt hinum góðkunna Valmari Valjaots halda tónleika í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, fimmtudaginn 7. júní kl. 20:30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð undir yfirskriftinni Hamskipti sem þau standa fyrir nú í vor víða um Norðurland. Á tónleikunum flytja þau fjölbreytta tónlist, klassík, þungarokk og allt þar á milli. Tónlistin er fléttuð saman með sögum og sálfræðilegum pælingum um samskipti fólks og áhrif tónlistar á lífið, en Hjalti starfar sem sálfræðingur ásamt því að vera tónlistarmaður.


Markmið tónleikanna er að áhorfendur eigi notalega kvöldstund þar sem fjölbreytileg tónlist, persónulegar frásagnir og sálfræðilegar pælingar fara saman.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar, Norðurorku og Sóknaráætlun Norðurlands Eystra.