Tix.is

Um viðburðinn

Á aðeins nokkrum árum hafa Possession haslað sér völl sem ein fremsta sveit Evrópu á sínu sviði með aðeins nokkrar stuttskífur og eina breiðskífu undir beltinu. Platan þeirra Exorkizein sem kom út 2017 hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og það ekki óverðskuldað. Um er að ræða sótsvart dauðarokk af gamla skólanum með hásatanísku ívafi.
Um upphitun sjá Naðra og Mannveira sem ættu að vera fólki vel kunnir en báðar sveitir spila svartmálm eftir sinni eigin formúlu. Enginn sannur aðdáandi hverskyns öfgarokks ætti að láta þetta framhjá sér fara.
Herlegheitin fara fram 1. September og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Dyr opnast 21:00

-TÓMIÐ HUNGRAR MMXVIII-"