Tix.is

Um viðburðinn

Ed Hamell, sem er betur þekktur undir sviðsnafninu Hamell on Trial, heimsækir Íslendinga í sumar og heldur tónleika hægri, vinstri. Hamell er þekkt vörumerki í neðanjarðar og andspyrnusenunni vestan hafs hvar hann hefur verið lengi að og unnið með tónlistarmönnum á borð við Mike Watt, Ani di Franco og Henry Rollins. Rætur Hamells liggja í síðpönkinu en hann sækir líka mikið ýmsa aðra strauma bandarískrar tónlistarhefðar. Það er mikill fengur fyrir áhugfólk um kraftmikið gítarpikkandi pönkrokk, flugbeitta samfélagsrýni og leiftrandi húmor á fá kallinn til landsins í sumar. Hann mun spila á fjórum stöðum; Húrra í Reykjavík þann 16. ágúst, Frystiklefanum á Rifi 17. ágúst, Havarí í Berufirði 18. ágúst og loks í Daladýrð í Fnjóskadal 19. ágúst. Miðaverði verður stillt í hóf, enda er Hamellinn maður fólksins. Húsbóndinn á Karlsstöðum, Prins Póló, hitar upp fyrir goðið.

Nánar á havari.is


Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.