Tix.is

Um viðburðinn

Hildur Vala og Jón Ólafsson eru öllum íslendingum að góðu kunn fyrir frábæra tónlist og hressandi framkomu í ljósvakamiðlum og núna loksins fáum við að njóta þeirra í Havaríhlöðunni. Hildur Vala gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu, Geimvísindi, sem hefur fengið mjög góðar undirtektir og mælum við með því að þú leggist yfir hana strax ef þú ert ekki búin/n að því nú þegar. Það má búast hugljúfri stemmningu laugardagskvöldið 11. ágúst þegar þessir miklu listamenn stíga saman á svið. Tryggðu þér miða!

Nánar á havari.is

Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.