Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur sem leika kántrískotið femínískt pönk með þýðum og þjóðlegum undirtón. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áhorfendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið. Hljómsveitin Eva hlaut Grímu tilnefningu fyrir tónlist sína sem þær sömdu fyrir Gullna hliðið sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 2014. Fyrsta plata sveitarinnar, Nóg til frammi var hljóðrituð á Karlsstöðum og kom út í lok árs 2014. Hana er hægt að nálgast í heild sinni á Spotify. Tónleikar sveitarinnar í Havarí eru hluti af Regnbogahátíð Havarí og Pink Iceland. Komdu og fagnaðu með okkur litskrúðugu lífi helgina 12 - 14. júlí.

Athugið að 18 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. 

Nánar á havari.is.