Tix.is

Um viðburðinn

Hin blóðhráa og andfasíska ljóðapönksveit Austurvígsstöðvarnar var stofnuð á Eskifirði árið 2016 og við erum gríðarlega kát með að fá þau loksins í Havarí. Hljómsveitin hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð fyrir beinskeitta og kjarnyrta ljóðagerð þar sem krufin eru helstu mein samfélagsins undir örvandi hrynjanda pönksins. Tónleikar sveitarinnar í Havarí eru hluti af Regnbogahátíð Havarí og Pink Iceland. Komdu og fagnaðu með okkur litskrúðugu lífi helgina 12 - 14. júlí.

Nánar á havari.is

Athugið að 18 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.