Tix.is

Um viðburðinn

Lexi Picasso ásamt Birni og Joey Christ kynna stórtónleika í Gamla Bíó þann 25. maí, í samstarfi við Víking og Norðurflug. 

Í fyrsta sinn á Íslandi mun rapparinn Lexi Picasso blása til stórtónleika í Gamla Bíó og sér til halds og trausts hefur hann fengið með sér tvo allra vinsælustu rappara landsins, þá Birni og Joey Christ.

Lexi Picasso hefur lengi verið þekktur í jaðarsenu íslensks rapps og hefur sannað sig sem einn sá fermsti þar í flokki. Í gegnum tíðina hefur Lexi unnið með nöfnum á borð við Reazy Renegade, Justice League og 808 Mafia Lexa sem eru nánustu samstarfsmenn stærstu rappara heims. 

Fáir hafa komið fram á sjónarsviðið með jafn miklum látum og þeir Birnir og Joey Christ en plata þess síðarnefnda vann tvenn verðlaun á Íslensku

Tónlistarverðlaununum fyrr í ár.

Fyrsta plata Birnis er enn væntanleg og bíður fólk í mikilli eftirvæntingu eftir henni en ef dæma má útfrá vinsældum þeirra laga sem hann hefur gefið út mun útgáfan verða ein sú stærsta á þessu ári.

Enginn áhugamaður um rapp tónlist má láta þessa stórtónleika framhjá sér fara en ný og óútgefin lög verða spiluð í bland við eldra og þekktara efni. Fyrstu 100 miðum sem keyptir verða í hurð fylgir bjór frá Víking. 

Aldurstakmark 18. ára