Tix.is

Um viðburðinn

Þar sem Pólverja er að finna, þar finnurðu líka Kult. Einstakt, sígilt, ósigrandi afl – eins og allt költ á það sér djúpar rætur í mannssálinni. Költ í tónlist, ljóðlist, allri menningu – hljómsveit sem á rokksálmana sem allir Pólverjar þekkja. Einfaldlega Kult!

Ein allra þekktasta hljómsveit Póllands, Kult – lifandi goðsögn sem hefur spilað á óteljandi tónleikum í gegnum tíðina – mun koma fram í fyrsta sinn í sögunni á Íslandi. En Kult er ekki bara goðsögn. Hún hverfist í kringum persónutöfra Kazik Staszewski, óþreytandi anarkista sem stofnaði Kult árið 1982 ásamt Piotr Wieteska sem nú er umboðsmaður sveitarinnar. Síðan þá hefur Kazik aldrei borist með straumnum. Þessi blanda af pönkrokki, nýbylgju-hljómborðstónum, djössuðum saxófónleik og kraðaki af öðrum hljóðum og hljóðfærum hefur í mörg ár sett sitt tónlistarlega mark á heilu kynslóðirnar í Póllandi. Meðlimir Kult, þeir Piotr Morawiec, Janusz Grudzinski – einn af guðfeðrum pólska pönksins – Irek “Jezyk” Werenski, trompetsnillingurinn Janusz Zdunek og trommarinn Tomasz Goehs mynda vel smurða og kraftmikla vél sem framleiðir ótrúlega og hreina orku á tónleikum. En hvað vitum við um þessa hljómsveit?

Kult var stofnuð 1982 en það var ekki fyrr en 1986 sem hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu sem var tímamótaverk í Póllandi. Þar má finna lög eins og Blóð Guðs eða Neytandinn, sem eiga vel við í dag. Öll þessi lög höfðu undirliggjandi andkerfis hugmyndir – þrátt fyrir kommúnistaritskoðunina – sem tóku sér bólfestu í hugum Pólverja. Aðeins nokkrum mánuðum eftir útgáfu fyrstu plötunnar sá önnur platan dagsins ljós “Hlustaðu á þig”  þar sem heyra má lög, eða óða, um Pólland og vodka sem sungnir eru enn þann dag í dag. Næsta plata, eða geisladiskur, var „Rólega“ - þar hafði tónlistin róast aðeins en engu að síður mátti þar finna falleg lög á borð við Aranja og Do Ani. Á fjórðu plötunni varpaði Kazik fram spurningunni „Til hvers þarftu frelsi yfir höfuð?“  Á plötunum sem fylgdu þar á eftir, „45-89“, „Augun þín“, „Tata Kazika“, „Tata 2“ og „Muj wydafca“ fór fram enn meiri tilraunastarfsemi með rokk, djass og þjóðlagatónlist, sem heyrist glögglega í hinu ódauðlega Baranek (Lamb).

Kult stendur ekki bara fyrir tónlist, hún er einnig gátt fyrir djúpa, andríka og uppreisnargjarna ljóðlist Kazik Staszewski. Söngljóð sem, burtséð frá valdkerfinu – og hljómsveitin hefur þraukað tvenna valdatíma – benda á mistök okkar, gagnrýna gjörðir okkar og beina okkur á rétta braut. Kazik reynir að brjóta niður heimsku, hræsni og stundum jafnvel það sem er svo einkennandi pólskt, en það eru þessi sáru en sönnu orð sem leiða til breytinga. Að sjálfsögðu leynist í þeim von einnig, og oft kæruleysisleg gleði sem er sennilega ástæðan fyrir því að fólk elskar að syngja Kult lög. Þannig ná ljóðin, í gegnum tónlistina, að sverfa til hugi ungs fólks og hafa gert frá upphafi og til dagsins í dag.

Þar sem Pólverja er að finna, þar finnurðu líka Kult. En í hugum margra er Kult eitthvað til að trúa á. Komdu og sjáðu hvers vegna.