Tix.is

Um viðburðinn

Verið viðbúin! Laugardaginn 26. maí næstkomandi mun íslenska roller derby liðið Ragnarök mæta Oslo Tiger City Beasts í annað skiptið á átta hjólum. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöð Álftaness (við hliðina á sundlauginni) og hefst klukkan 14:30.

Roller derby er hröð snertiíþrótt sem fer fram á hjólaskautum á sporöskjulaga braut. Leikurinn snýst um að skora stig með því að hringa andstæðinginn og vinnur það lið sem fær flest stig.

Mætum og styðjum stelpurnar í Ragnarökum þennan síðasta leik tímabilsins - Áfram Ragnarök!