Tix.is

Um viðburðinn

Istan er útskriftaverk Pálma Freys Hauksson nema á Sviðshöfundabraut. Verkið er einleikur sem fjallar um litla bæinn Istan í Bretlandseyjum. Saga verksins gerist á 19. öldinni og fjallar um samfélagið í bænum og dularfulla atburði sem eiga sér stað þar og áhrif þeirra á bæinn. Leikarinn Albert Halldórsson leikur allar bæjarbúa í Istan.

Pálmi Freyr Hauksson er sviðshöfundur og spunaleikari. Áhugasvið hans er breytilegt dag frá degi. Helst finnst honum áhugavert að rannsaka það sammannlega í mannskepnunni. Hvernig við erum öll alveg eins en samt gjörólík. Pálmi hefur mikinn áhuga á skóglendi og þess vegna er ákveðin bölvun að hann sé fæddur á Íslandi.