Tix.is

Um viðburðinn
Söng- og leikkonan Jana efnir til útgáfutónleika ásamt hljómsveit og fylgdarliði til að fagna útgáfu fyrstu plötu sinnar, FLORA.

JANA gaf út sína fyrstu plötu, Flora, í nóvember síðastliðinn og kom fram á Airwaves í kjölfarið í fyrsta sinn. Tónlistin er í grunninn hefðbundin popptónlist en þó með vísun í djass, kvikmyndatónlist og triphop. Áður kom út smáskífan Master of Light haustið 2016 en Flora má heyra í heild sinni hér:


JANA býður tónleikagestum inn í heim Floru í eina kvöldstund ásamt hafmeyjuröddum og hljómsveit. Hljómsveitina skipa: 
Valdimar Olgeirsson bassi, Bergur Einar trommur og Magnús Jóhann Ragnarsson hljómborð.