Tix.is

Um viðburðinn

Hún er útskriftarverk Sigurlaugar Söru Gunnarsdóttir, nema á Sviðshöfundabraut. 

Nú útskrifast Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og fær BA gráðu í list 

Ég er eins og hún. Ég er ekkert eins og hún. 

Ég hélt þetta ætti að vera auðvelt núna. 

Ég er tilbúin. 

Gef mér augnablik. 

Já ég er tilbúin. 

Takk fyrir

Verkið er unnið í samstarfi við Birnu Rún Eiríksdóttur, Brynju Jónsdóttur, Steineyju Skúladóttur og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur Dramatúrg: Eygló Hilmarsdóttir og Elmar Þórarinsson 

Tónlist: Guðmundur Vignir Karlsson Tækni: 

Guðmundur Felixson og Elmar Þórarinsson 

Sýningarstóri: Hjalti Vigfússon 

Í vinnu minni sem leikstjóri og sviðshöfundur legg ég áherslu á samsköpun. Þegar ég skrifa þennan texta hef ég áhuga á sviðsetningu einstaklingsins á sjálfinu. Ég hef áhuga á að rannsaka kerfið/n sem manneskjan þrífst í og langar að skilja hvernig það/þau virka/r, eða virka/ ekki. Þegar þú lest þennan texta liggur áhugasvið mitt kannski allt annars staðar. Þess vegna finnst mér leikhúsið vera spennandi miðill. Þar er frelsi til að breyta, skipta um skoðun, velta hlutum fyrir sér, rannsaka, prófa og varpa fram. Nándin milli áhorfenda og leikara heillar mig og hversu hættulegt og brothætt hvert augnablik er. Mér finnst frábært að vinna sem sviðshöfundur. Mér finnst það líka hræðilegt.
-Er hægt að upplifa listina sem skemmtun og flótta frá raunveruleikanum en á sama tíma mæta sjálfum sér og sótsvörtum heteranormaívtum raunveruleikanum?