Tix.is

Um viðburðinn

Feminísk útópía er ímyndaður staður þar sem ríkir fullkomið jafnrétti og jöfnuður. Þar sem allt það sem okkur dreymir um hefur nú þegar verið náð. Við notum ímyndunaraflið og sköpum og skáldum inn í það rými hvað sem feminísk útópía felur í sér. Hvernig ætli samfélagið væri ef það væri fullkomið jafnrétti? Hvað dreymir okkur um að við höfum náð að áorka? Ímyndunaraflið býður upp á endalausa möguleika. Hvað gerist ef við yfirfærum hluta úr útópíunni og plöntum henni í hversdagsleikann? Hvaða áhrif mun það hafa á hversdagsleikann ef við framkvæmum feminískar, útópískar gjörðir innan hans?

„Ég vil bjóða þér í spjall. Ég vil spjalla við þig um alls konar, mest samt um útópíu, dystópíu og feminisma. Þegar við erum búin að spjalla í nokkra stund langar mig að við finnum gjörð. Gjörð til að gera hversdagsleikann að betri stað. Gjörð sem er þín til að framkvæma. Síðast en ekki síst langar mig að biðja þig um að skrásetja gjörðina svo að ég geti bætt henni við skráasafn um feminíska útópíu. Að lokum vil ég þakka þér fyrir þínar hugmyndir, þína gjörð og þína útópíu.“

Eftir að þú hefur fengið staðfestan miða sendu póst á alma15@lhi.is saman finnum við stað til hittast á.