Tix.is

Um viðburðinn

Breiðbandið sem var heimsfrægt á takmörkuðu svæði á Íslandi á síðasta áratug ætlar að fagna því með sínum fjölmörgu aðdáendum (eða 110 samtals) að 15 ár eru frá því að þrír snillingar stigu og stokk sungu og ræddu um raunir sínar opinberlega. Breiðbandið gerði víðreist og skemmti á meðal annars oft á meginlandi Evrópu og einnig í USA eða samtals tvisvar. Breiðbandið gaf út 3 geisladiska og kom oft fram í sjónvarpi og útvarpi eða nokkrum sinnum.   Þrátt fyrir að þetta sé latasta hljómsveit í heimi þá hafa drengirnir ákveðið að halda tónleika á þessum tímamótum. Farið verður yfir fjölbreyttan feril í tali og tónum.