Tix.is

Um viðburðinn


Bandarísk / íslenski tónlistamaðurinn John Grant er okkur íslendingum að góðu kunnur enda að mestu leyti búsettur hér á landi, milli þess sem hann ferðast um heiminn og heldur tónleika.

Snorri Helgason mun hita upp fyrir Johnn Grant.

Nú eru liðin þrjú ár frá því að hann var síðast með tónleika á Íslandi og því löngu orðið tímabært að halda tónleika hér að nýju.

Það hefur verið mikið að gera hjá honum undanfarin tvö og hálft ár, eða síðan hann gaf út plötuna Grey Tickles, Black Pressure. Hann hefur flakkað heimshorna á milli, komið fram ýmist á eigin tónleikum eða á tónlistarhátíðum þess á milli sem hann sinnir tónsmíðum.

Hann er nú að leggja lokahönd á fjórðu plötuna sína og af því tilefni er blásið til tónleikaferðar víðsvegar um Evrópu og þar á meðal á Íslandi.

Um er að ræða standandi tónleika og aðeins verður um eina tónleika að ræða að þessu sinni.

Umsjón: Dægurflugan ehf