Tix.is

Um viðburðinn

Eurovision partý Topplaganna!

Snorri og Heiða ásamt hljómsveit flytja vel valin Eurovision lög sem allir þekkja.

Heiða Ólafsdóttir: Söngur
Snorri Snorrason: Söngur og hljómborð
Þórir Úlfarsson: Píanó
Pétur Valgarð: Gítar
Ólafur Þór Kristjánsson: Bassi
Þorvaldur Ingveldarson: Trommur

Þau fá jafnframt til sín frábæra gestasöngvara sem eru:
Dagur Sigurðsson gullbarki, sem kom sá og sigraði… næstum því í söngvakeppninni í vor.
Erna Hrönn, en þessi elska með brosið sem alla bræðir og sína silkirödd er aldeilis með mikla reynslu af Eurovision enda farið 2 sinnum út sem bakrödd fyrir Ísland og keppt óteljandi sinnum í Söngvakeppninni og kann öll bestu lögin!
Sigga Eyrún söngleikjadíva sem náði öðru sæti í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið skemmtilega, Lífið kviknar á ný.

Þetta er stóra Eurovision vikan því Ari Ólafs keppir á þriðjudagskvöldinu, svo er það auðvitað Eurovision partý á Hard Rock en eftir það er hægt að sofa út því á fimmtudeginum er dásamlegur frídagur, sjálfur Uppstigningardagur, og seinni undankeppnin um kvöldið þegar fólk verður búið að jafna sig eftir tónleika stuðið!

Komdu og syngdu með!