Tix.is

Um viðburðinn

Sýningin Be Yourself, Everyone Else is Already Taken eftir Daniel Lismore er sýnd í Hörpu sem hluti af Listahátíð í Reykjavík 2018.

Daniel Lismore er listamaður, fatahönnuður, stílisti fræga fólksins, rithöfundur og virkur baráttumaður fyrir málefnum mannréttinda og náttúruverndar búsettur í London. Tímaritið Vogue kallaði hann England‘s most outrageous dresser og hann er þekktur fyrir íburðarmikinn og yfirgengilegan klæðnað sem sameinar á stórkostlegan máta hátísku, hans eigin hönnun, notuð efni, fundna hluti, hringabrynjur, skartgripi ólíkra menningarhópa, hattagerðarlist og margt meira. Úr verður ein allsherjar tjáning skapandi orku.

Sýningin, Be Yourself, Everyone Else is Already Taken var fyrst sýnd í samvinnu við SCAD á SCAD FASH Museum of Fashion + Film í Atlanta árið 2016. Á sýningunni býðst gestum kostur á að sökkva sér niður í hinn einstaka heim Daniel Lismore – að lifa sem list. Hugfanginn frá barnæsku af the Terracotta Army skapaði listamaðurinn skúlptúra í fullri stærð, hver og einn skrýddur alklæðnaði sem hann hefur sjálfur klæðst á þýðingarmiklum augnablikum í lífi sínu. Skúlptúrarnir endurspegla hans eigin margbrotnu sjálfsmynd og eru sannkallaður listvefnaður af ferðalaginu sem hann tókst á hendur til að
finna eigið sjálf.

Sýningin er opin frá 12:30–20:00 alla daga.