Tix.is

Um viðburðinn

Ungur drengur er með hjálm á hausnum. Hann ætlar ekki undir neinum kringumstæðum að taka hjálminn af, festir hann á sig með keðju og stórum lás. Hann ætlar ekki að taka hjálminn af fyrr en...

Í þessari áhrifamiklu uppsetningu skapa áhorfendur sýninguna ásamt leikaranum Guðmundi Felixsyni sem les texta barnabóka og verðlaunahöfundarins Finn-Ole Heinrich við tónlist nútímatónskáldsins Sarah Nemtsov. Í raun renna texti og tónlist saman, tónlist verður að texta og texti að tónlist. Hver sýning er tekin upp og að henni lokinni er upptökunni hlaðið upp á netþjón. Áhorfendur fá kóða þannig að þeir geti nálgast upptökuna. Hver sýning er því einstök, lifandi og síbreytilegt útvarpsleikhús.

Ensemble Adapter er íslensk/þýskur nútímatónlistarhópur sem hefur getið sér afar gott orð alþjóðlega. Kjarni hópsins samanstendur af flautu, klarinettu, hörpu og slagverki. Nú koma þau heim til Íslands með sýninguna Hjálminn sem slegið hefur rækilega í gegn erlendis.

Tónskáld: Sarah Nemtsov

Höfundur: Finn-Ole Heinrich

Leikari: Guðmundur Felixson

Listamenn: Ensemble Adapter - Kristjana Helgadóttir, bassaflauta, Ingólfur Vilhjálmsson, kontrabassaklarinett, Gunnhildur Einarsdóttir, harpa, Matthias Engler, slagverk, Zoé Cartier, selló.