Tix.is

Um viðburðinn

Gaelynn Lea hóf að leika á fiðlu fyrir 20 árum, þegar hugvitssamur tónlistarkennari hjálpaði henni að tileinka sér tækni sem hentaði líkamsbyggingu hennar. Gaelynn kemur fram í rafmagnshjólastól sínum og heldur á fiðlunni eins og örsmáu sellói. Hún býr til lúppur úr ryþmum og laglínum er eiga sér sígildan uppruna og býr þannig til sinfóníska kakófóníu sem spannar ótrúlegt svið en er um leið innilega djúphugul. Gaelynn Lea mun spila með gítarleikara sínum Al Church. Árið 2016 var hún valin úr hópi 6000 umsækjenda og útnefnd sigurvegari keppninnar NPR Music‘s Tiny Desk Contest. Síðan hefur Gaelynn verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og víða með aðstoð eiginmannsins Pauls. 

Listamenn: Gaelynn Lea og Al Church 

Gert er ráð fyrir stæðum fyrir hjólastóla í röðum 1-3. Við biðjum gesti um að hafa beint samband við miðasölu Tix til að kaupa miða í þau stæði.