Tix.is

Um viðburðinn

DIMMA á Hard Rock (Gestur: Dennis Dunaway úr Alice Cooper Group)

Þungarokksveitin DIMMA heldur tónleika á Hard Rock Cafe Reykjavík laugardaginn 5. Maí kl 22:00. Sveitin mun leika lög af nær öllum plötum sínum á þessum standandi tónleikum og eru þeir drengir spenntir mjög því langt eru um liðið síðan þeir hafa komið fram á svoleiðis tónleikum í Reykjavík og raunar má nefna að engir aðrir tónleikar eru bókaðir í Reykjavík í allt sumar og því er hér um fágætt tækifæri að ræða fyrir áhangendur sveitarinnar til að komast á heita, sveitta og harða Dimmutónleika.

En ekki er allt upptalið enn því enginn annar en Dennis Dunaway mun koma fram sem sérstakur gestur með Dimmu á tónleikunum og mun hann leika nokkur lög með sveitinni enda er hann persónulegur vinur meðlima hennar og hefur m.a. leikið inn á nokkrar plötur Dimmu ásamt því að hafa endurgert Halo of Flies, eitt af þekktustu lögum Alice Cooper Group, með Dimmu fyrir nokkrum árum.

Dennis er upphaflegur bassaleikari Alice Cooper Group og var innvígður sem slíkur í Rock and Roll Hall of Fame árið 2011. Dennis hefur verið á tónleika ferðalagi með Alice Cooper um Bandaríkin og Evrópu nýverið þar sem spilað hefur verið í stærstu tónleikahöllum fyrir full hús. Dennis var meðlimur og meðhöfundur  í bandinu þegar stærstu plöturnar og lögin komu út og má þar nefna Billion Dollar Babies, I‘m Eighteen og School‘s Out og er ekki loku fyrir það skotið að þessir stórsmellir fái að hljóma á þessum tónleikum í sameiginlegum flutningi þeirra félaga.

Rétt er að minna á að uppselt hefur verið á alla fyrri tónleika DIMMU á Hard Rock og því er vissara að tryggja sér miða í forsölu sem er hafin á tix.is.

Miðaverð er 3400 kr.

Um Dennis Dunaway:

https://en.wikipedia.org/wiki/Dennis_Dunaway

Dimma og Dennis Dunaway, Halo of Flies:

https://www.youtube.com/watch?v=EEk9oPjtUao

Um endurkomu Alice Cooper Group:  

http://ultimateclassicrock.com/alice-cooper-original-band- reunion-2017/