Tix.is

Um viðburðinn

Raunveruleikinn mætir fantasíu í þessari orðlausu, lifandi sýningu þar sem brugðið er upp svipmynd úr sveitalífi mitt í hinu dæmigerða borgarlandslagi. Ferðist yfir í furðulegan og bráðfyndinn heim með kanadíska danshópnum Corpus sem gefur ykkur úthugsað, súrrealískt yfirlit yfir hegðun kinda. Hefðbundnar athafnir eru meðal annars að rýja, gefa kindunum og mjólka svo fátt eitt sé nefnt.

Þessi einstaklega nýstárlega sýning, sem sett hefur verið upp á rúmlega 100 hátíðum í 20 löndum, snýr upp á veruleikann á óvæntan máta og færir þátttöku áhorfenda upp á áður óþekkt plan!

Sýningin fer fram í glænýju útileikhúsi sem er staðsett við Veröld – Hús Vigdísar.

 

Upprunaleg hugmynd: Sylvie Bouchard & David Danzon

Leikstjórn: David Danzon

Dansarar: Ayelen Liberona, Jack Rennie, Takako Segawa, Rob Feetham og Fwd youth company

Í samstarfi við Canada Council for the Arts and the Ontario Arts council.