Tix.is

Um viðburðinn

Þrjú leikskáld, Kolfinna Nikulásdóttir, Mikael Torfason og Soffía Bjarnadóttir, bjóða áhorfendum í spennandi ferðalag um eitt merkilegasta hverfi Reykjavíkur, Blesugróf. Hverfið var byggt upp af efnalitlu fólki í lok stríðsáranna þegar fólk víðsvegar að af landinu flykktist á mölina en Blesugróf var lengi utan formlegs borgarskipulags. Þótt gamla hverfismyndin hafi að mestu vikið fyrir nútímanum eimir enn eftir af upprunanum. Flutt verða þrjú ný ör-leikverk á ólíkum stöðum í hverfinu og munu áhorfendur ganga um í litlum hópum og njóta hvers verks á stað sem því hæfir, innandyra sem utan.

Hér eru á ferðinni splunkuný leikverk í leikstjórn Mörtu Nordal, sem lifna við í óhefðbundnu umhverfi.

Staðsetning er gefin upp við miðakaup.

 

Leikskáld: Kolfinna Nikulásdóttir, Mikael Torfason, Soffía Bjarnadóttir

Leikstjóri: Marta Nordal

Dramatúrgar: Hrafnhildur Hagalín, Salka Guðmundsdóttir

Leikarar: Úr leikhóp Borgarleikhússins

 

Að verkefninu standa auk Listahátíðar Félag leikskálda og handritshöfunda og Borgarleikhúsið.