Tix.is

Um viðburðinn

Siturðu stundum límdur við skjáinn? Gleymirðu þér stundum í töfraheimi kvikmyndanna?

Í Imbakassanum mætast heimur sirkusins og kvikmyndanna, þar sem snillingarnir í Æskusirkusnum sýna listir sínar innblásnar af þeirra uppáhalds kvikmyndum. Frægar söguhetjur munu reyna sig við hin ótrúlegustu sirkusbrögð - getur Sherlock Holmes jugglað, eða Bleiku dömurnar húllað? Pétur Pan svífur um loftið, hafmeyjan Aríel prófar nýfengna fætur og hver veit í hvaða ævintýrum hobbitarnir lenda að þessu sinni?

Vetrarstarf Æskusirkusins hefur verið starfrækt frá 2012, en sýningin er útbúin af krökkunum sjálfum í samstarfi við kennara Æskusirkusins. Í fyrra setti sami hópur upp sýninguna Fjörleikahúsið við góðar undirtektir í Tjarnarbíó, og troðfylltu sirkustjaldið Jöklu á Menningarnótt.