Tix.is

Um viðburðinn

Verið velkomin á skemmtilegustu verðlaunahátíð landsins! Sögur – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg sunnudaginn 22. apríl. Á þessum stórviðburði verðlauna börnin það sem stendur upp úr í menningarlífinu að þeirra mati, um leið og skapandi krakkar hljóta viðurkenningu. Sögusteinninn, heiðursverðlaun IBBY, verður afhentur við sama tilefni.

Þetta er hátíð eins og börnin vilja sjá hana. Stórkostlegir ungir og aðeins eldri listamenn koma fram, það verða engin leiðindi og engar langar ræður. Bara fjör og frábær skemmtun. Herlegheitin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV svo enginn þurfi að missa af.