Tix.is

Um viðburðinn

Verið hjartanlega velkomin í KakóRó á Húsabakka þar sem við róum líkama, huga og sál með hugleiðslu, öndunaræfingum, tónferðalagi og slökun. Við drekkum 100% hreint kakó frá Guatemala til að dýpka hugleiðslu, ró og tengingu inn á við. Öll munum við síðan sofa eins og englabossar um nóttina. Engin reynsla af hugleiðslu er nauðsynleg.

KakóRó verður haldin í gamla jógasalnum á Húsabakka miðvikudagskvöldið 25. apríl  frá 20-22 og kostar 3900 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Vinsamlega taktu með þér dýnu, teppi og púða til að koma þér vel fyrir. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kamilla@kako.is.

Nokkur góð ráð fyrir KakóRó:
-Borðaðu bara léttan kvöldmat og helst nokkrum tímum áður en KakóRó byrjar.
-Ekki er ráðlagt að drekka mikið kaffi sama dag og athöfnin fer fram.
-Klæðstu þægilegum fatnaði.
-Láttu mig vita ef þú tekur inn geð- eða hjartalyf og ég get ráðlagt hvort eða hversu mikið kakó gott er að drekka.
-Komdu með opin hug og settu þér jafnvel ásetning ef það er eitthvað sem þú vilt vinna sérstaklega með.

Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade” kakó og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.

Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Rekja má kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.

Stundina leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hún kynntist kakóinu frá Guatemala fyrst 2016 og hefur síðan farið fjórum sinnum til kakólands til að kynna sér krafta kakóplöntunnar betur og skipuleggur nú endurnærandi ferðir til San Marcos við Atitlan-vatnið. Kamilla hefur notað kakóið til að efla andlega og líkamlega heilsu, dýpka hugleiðslu og yogaiðkun en það hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu.