Tix.is

Um viðburðinn

Það er stórleikur framundan í Laugardalshöll hjá strákunum okkar miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Þá mætir íslenska liðið Litháen í seinni viðureign liðanna um laust sæti á HM í Þýskalandi og Danmörku sem verður að öllum líkindum allra flottasta lokamót HM til þessa.

Það er því gríðarlega mikið undir hjá ungu og efnilegu liði Íslands sem spilar sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar þennan dag.

Mikilvægir landsleikir í júní hafa oftar en ekki verið stórkostleg skemmtun og ætti því enginn handboltaunnandi að láta þetta framhjá sér fara. Tryggjum okkur miða tímanlega, mætum í bláu og styðjum strákana okkar til sigurs og inn á HM 2019.

ÁFRAM ÍSLAND!