Tix.is

Um viðburðinn

Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir leiklestri á leikverkum Svövu Jakobsdóttur á vordögum 2018 í Hannesarholti. Eldhús eftir máli, leikrit Völu Þórsdóttur eftir smásögum Svövu Jakobsdóttur er síðast í röðinni miðvikudaginn 18.apríl kl.20 og sunnudaginn 22.apríl kl.16.

Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Hanna María  Karlsdóttir, Íris Tanja Flygenring. Jakob S. Jónsson, Jóhanna Norðfjörð, Júlía Hannam, Kjartan Darri Kristjánsson, María Sigurðardóttir og Sigurður Karlsson.

Verkefnis- og leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Á miðvikudeginum opnar húsið kl.19 og á sunnudeginum er veitingastofan opin frá 11.30-17 og býður kaffi og vöfflu á tilboði á undan leiklestrinum.